Velkomin á vefsíðu Caruso.

Eigendur Caruso hafa alla tíð lagt áherslu á suðrænt og hlýlegt andrúmsloft á staðnum, sem ætti að henta sem flestum þar sem rómantíkin svífur um. Boðið er upp á lifandi tónlist um helgar og er þá gítarleikari sem gengur á milli hæða og leikur suðræna og seiðandi tóna fyrir gesti staðarins. Matseðillinn hentar nánast hverjum sem er og er á mjög hóflegu verði. Allt frá smáréttum, pítzum, pasta og svo upp í flottar steikur og fiskrétti.

1 hæð

Á fyrstu hæð er rómantísk og suðræn stemning. Gott er að sitja við gluggann í skálanum og virða fyrir sér mannlífið í Bankastrætinu yfir góðri máltíð.

Á fyrstu hæðinni eru aðallega tveggja og fjögurra manna borð. Oft myndast skemmtileg stemning þegar þjónar líða um með kræsingar og Símon eða aðrir snillingar töfra fram suðræna tóna  og eldurinn snarkar í pizzaofninum, notalegt og cosy.

 

2 hæð / setustofa

Á annarri hæð eru þrjú glæsileg herbergi og skemmtilega gamaldags setustofa. Þetta eru notaleg herbergi sem rúma allt frá tíu til tólf manns og upp í þrjátíu manns.

Fallegur gamaldags stíll er allsráðandi í setustofunni okkar sem minnir fólk oft á heimilið hennar ömmu sem var svo hlýtt og notalegt. Þar er hægt að fá sér hressingu fyrir og eftir mat. Við höfum gott úrval af kokkteilum og kaffidrykkjum sem smakkast vel í okkar hlýlegu setustofu.

 

3 hæð

Á þriðju hæð erum við með mjög góða aðstöðu fyrir stærri hópa. Hæðin rúmar allt að sextíu manns. Hæðin er fallega innréttuð í anda hússins þar sem hlýleiki og rómantík ráða ríkjum.

Á hæðinni er Maríustofa sem rúmar tuttugu manns og Antikstofan þar sem tíu til fjörutíu manna hópar geta komið saman og hægt er að raða borðum upp eftir þörfum hvers og eins hóps. Mjög falleg og hlýleg hæð.

 

Vínkynning #1

Að velja vín með mat getur stundum vafist fyrir fólki. Þess vegna ákváðu við að búa til stutt myndbönd þar sem hann Siggi kynnir nokkur vín af vínseðlinum okkar. Við vonum að þið hafið gagn og gaman af.


Masi Campofiorin Ítalíu
Rosemount semillion chard suður Ástralia
Montalto Nero Organic Sikiley
Masi masianco feneyjum á Ítalíu
Rosemund Shiraz Suðaustur Ástralía
Beringer fumé blanc, Bandaríkjunum
Castillo De Molina. Chíle
Masi soave Verona Ítalía
Beringer Founder's Estate Kalifornía
Castillo de molina chardonnay Chíle

Vínkynning #2

Hérna kemur svo síðari vínkynningin frá Sigga.


Villa Puccini Superiore Toskana ítalía
Villa Puccini Pinot Grigio Veneto ítalía
Hugel Riesling Alcase Frakkland
Laroche Petit Chablis Búrgundy Frakkland
Santa Alvara Sauvignon Blanc Chile
Antano Reserva Rioja Spánn
Alamos Chardonnay Argentína
Marques de Riscal Reserva Rioja Spánn
Alamos Cabernet Sauvignon Argentína.

Við erum á Facebook

Opnunartími

Mánudagar - Fimmtudagar : 11:30 - 22:00
Föstudagar 11:30 - 23:30
Laugardagar : 12:00 - 23:30
Sunnudagur : 17:00 : 22:00 

Borðpantanir eru teknar í síma: 562 7335 eða í gegnum caruso@caruso.is.

Þingholtsstræti 1 / 101 Reykjavík / Fax 561-7334